top of page

Bókasafnið

Íslendingar eru bókaþjóð.

 Hér í söfnuðinum hefur  kristilegum bókum verið safnað í mörg ár. Bækur sem á einhvern hátt fjalla um Guð og kirkjuna. Allar þær bækur sem hafa komið inn til okkar eru skráðar, bækur sem við höfum yfirfarið. Safnið hefur að geyma yfir 1500 bækur ásamt fjölda smárita, blaða og tímarita.

Bækurnar eru flokkaðar í  fræðslurit, sögubækur, spennubækur, trúboðssögur, lífsreynslusögur, ævisögur, ljóðabækur,  ásamt fullt að barnabókum svo eitthvað sé nefnt.

bottom of page