Ég vaknaði morgun einn og uppgötvaði að ég lá bara á einu horni koddans. Meiri hluti af koddans var ónotaður. Til hvers? Asnalegt að nota ekki allan koddann fyrst hann var þarna. Þetta atvik gaf mér nokkuð til að hugsa um.
Jesús er til staðar fyrir mig, alltaf. En af einhverri ástæðu er hann ekki fullnýttur. Hann á svo margt að gefa mér... ekki bara á sunnudögum þegar kirkjan er sótt. Jesús er til staðar fyrir mig alla daga. Ég þarf bara að tala meira við hann og þar með opnast tækifæri að kynnast honum og meðtaka það sem hann vill gefa mér.